top of page
Einkaþjálfun 

Jimmy R. Routley 

Eigandi Pumping Iron.

 

Menntun:  

Útskrifaðist úr Listaskóla í Englandi. 

Reyndur einkaþjálfari með próf frá ISSA (International sports sciences association) síðan1998.

Kung Fu 7th degree.


Námskeið:

Ég lærði bardagalistir frá 6 ára aldri , hef svo kennt þær hér á Íslandi frá 1993. Ég var sá fyrsti sem byrjaði að kenna kick boxing, muay thai ,m.m.a og kung fu hér á landi.

Ég lærði Kung fu undir Austin Goh í tíu ár og er kominn með 7th degree í wing chun kung fu.

Jóga námskeið í Englandi með Rodney Yee, og skyndihjálparnámskeið.

Svo hef ég farið á fjölda námskeiða og ráðstefnur um næringu, æfingar og fæðubótarefni í gegnum árin.

 

Áhugamál:

Bardagalistir, líkamsrækt ,bílar og listmálun.


Sérhæfing:

Ég sérhæfi mig í keppnisþjálfun, fitnessþjálfun, vaxtarræktarþjálfun, ég hef sjálfur keppt í kraftlyftingum 19 sinnum og eitt Raw mót. Frá 1996 - 2002 keppti ég í vaxtarrækt og einu sinni í fitness. Í Afríku og Englandi keppti ég í breik dans, kickboxing, muay thai, m.m.a, kung fu, judo, akido og shotokan karate. 

Ég kenni kickboxing, muay thai, m.m.a, barna kickbox, body sculpture og kung fu í hóptímum.

 

Nokkrir sem ég hef þjálfað hafa farið út að keppa og gengið mjög vel bæði í bardagalistum og bikini fitness.

Á heimsmeistaramóti í Grikklandi árið 2004 unnu Árni Ísak og Viggó Guðmundsson heimsmeistaratitlana í Muay thai og kick box og ég var valinn besti þjálfari ársins á mótinu.

Rannveig Hildur Guðmundsdóttir keppti fyrst árið 2014 og vann þá bæði Íslandsmótið og bikarmótið í bikiní fitness og heildar sigurvegari á bikarmótinu, hún lennti í þriðja sæti á evrópumótinu og tók bronsið heim á heimsmeistaramótinu 2015 sem haldið var í Búdapest.

 

Ég tek að mér einkaþjálfun og hópþjálfun.

 

Sími: 777-0150

e-mail: pumping@pumpingiron.is 

snapschat pi_fitness

Instagram jimmy_ironman

bottom of page