top of page

CNP  Fæðubótarefni


Ég heiti Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og er 25 ára gömul. Ég byrjaði í einkaþjálfun hjá Jimmy í Pumping Iron í lok ársins 2012, og hann kynnti mig fyrir fæðubótarefnunum CNP. Þar áður hafði ég aðeins verið að prófa mig áfram í fæðubótarefnum en vissi í rauninni ekkert um þau né notkun þeirra. Þau fæðubótarefni sem ég hef alltaf tekið inn eru ProLean próteinið og ProCLA töflurnar. Ég keppi á Heimsmeistaramóti IFBB í Bikini Fitness núna í nóvember 2015 og er að nýta mér CNP vörurnar til að ná hámarks árangri og komast í mitt allra besta líkamlega form.

ProLean Whey er eitt það allra besta prótein sem ég hef smakkað og hlakkar mig til að fá mér það eftir hverja æfingu. Ég blanda það í blandara með höfrum og klökum og þá verður það að þykkum girnilegum shake.

Prótein strax eftir æfingar flýtir fyrir vöðvabata sem leiðir til þess að vöðvarnir vaxa betur og kemur í veg fyrir meiðsli. Ástæða þess að ég tek inn prótein í duftformi en ekki í formi matar er að það meltist mun hraðar og vöðvarnir þurfa prótein strax að æfingu lokinni.

Ég hef prófað margar tegundir af próteinum en með þessu finnst mér ég sjá mikinn mun á líkamanum mínum. Það inniheldur BCAA amínósýrur og glútamín sem eru nauðsynleg fyrir viðhald vöðva. Svo hjálpa einnig innihaldsefnin green tea, hörfræ og CLA við að losa líkamann við vatn, veita trefjar og auka nátturulega fitubrennslu líkamans.

ProCLA eru nátturulegar fitusýrur sem finnast í líkamanum og með því að auka inntöku fitusýra er líkaminn að berjast við fitu með fitu. Þannig stuðlar CLA að aukinni fitubrennslu líkamans.

Í keppnisundirbúningi er mjög mikilvægt að ná að halda í vöðvamassann sem getur oft á tíðum reynst erfitt. Þá tek ég inn til viðbótar ProCreatine E2 og hef stundum þurft að færa mig upp í ProMass próteinið til að þyngja mig þar sem það inniheldur fleiri kaloríur en Lean Whey.

ProCreatine E2 er ethyl ester kreatín sem líkaminn vinnur fyrr úr og endist lengur í líkamanum en kreatín monohydrate. Það er mjög mikilvægt að taka kreatín inn samhliða stífum æfingum þar sem það eykur styrk, gefur aukna orku og stækkar vöðvana.

Fyrir æfingar er ProGFX+ algjör snilld þar sem það eykur úthald, styrk og lengir vöðvaúthald á æfingum. Þar er SummerFruits bragðið í uppáhaldi.

#bikinifitness #CNP #fæðubótarefni #Rannveig

Featured Posts
Recent Posts
Archive
Search By Tags
No tags yet.
Follow Us
  • Facebook Basic Square
  • Twitter Basic Square
  • Google+ Basic Square
bottom of page