top of page

Aðstaðan

 

  Hjá okkur í Pumping Iron er hlýleg móttaka þar sem starfsmenn taka vel á móti þér og reyna eftir bestu getu að leiðbeina þér svo þú náir þínum markmiðum, starfsmenn veita nýliðum leiðsögn og leiðbeiningar um tæki stöðvarinnar. Við leggjum áherslu á persónulega þjónustu, gott andrúmsloft og heilbrigt líferni. Stöðin er lítil og heimilisleg, góður mórall og allir vinalegir.

Það eru hágæða GYM 80 tæki í tækjasölum, góður brennslusalur með Cybex brennslutækjum.

Í móttöku fást fyrsta flokks fæðubótarefni frá Chemical Nutrition Professional (CNP).

Í Pumping Iron er hægt að stunda þjálfun með hæfum einkaþjálfurum eða sækja einhver af námskeiðum af tímatöflu.

 

Einkaþjálfun: af hverju einkaþjálfun ?

Undir leiðsögn einkaþjálfara nýtur þú sérþekkingar og færð persónulegt aðhald við þjálfun. Einkaþjálfun er fyrir alla sem vilja komast í betra form. Einkaþjálfari setur með þér markmið og hjálpar þér að fylgja þeim fast eftir í tækjasal. Einnig með matardagbók og fræðslu.

Reglur

1. Gættu að hreinlæti þínu

2. Skilaðu lóðum og öðrum æfingatólum aftur á sinn stað

3. Æfðu í fötum og skóm. ( en sleppa skóm í bardagalistum)

4. Vinsamlegast stimplið ykkur inn við komu

5. Af öryggis ástæðum notið klemmur á stangirnar

6. Vinsamlegast notið handklæði á æfingu ( þeir sem þurfa)

7. Engin ábyrgð er tekin á skóm og fatnaði

8. Ef börn meiðast í tækjasal er það á ábyrgð foreldra

9. Kort og vörur eru ekki endurgreidd

bottom of page